Guðbjörg: Fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. september 2018 17:27 Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig tvö mörk í dag VÍSIR/ERNIR Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira