Fótbolti

Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/daníel

Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja.

Fyrra markið kom undir lok fyrri hálfleiks eftir að íslenska liðið hafði byrjað leikinn af krafti. Markið hafði legið í loftinu í nokkurn tíma en kom á slæmum tímapunkti fyrir Ísland, rétt áður en flautað var til leikhlés.

Í seinna markinu náðu þýsku stelpurnar að spila sig laglega í gegnum vörn Íslands og Svenja Huth kláraði vel í netið.

Sigur Þjóðverja var nokkuð verðskuldaður og nú þarf Ísland að vinna Tékkland á þriðjudag til þess að fara í umspil. Eini séns Íslands á að taka efsta sætið af þeim þýsku er ef Færeyjar vinna Þýskaland í lokaumferðinni.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Svenja Huth, 42'

Svenja Huth, 74'



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.