Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2018 23:15 Árásin var gerð á rútu á markaði í norðurhluta Saada-héraðs í Jemen. Vísir/Getty Hernaðarbandalagið undir forystu Sádi-Araba kveðst harma „mistök“ sem hafi verið gerð í loftárás þess á rútu í Saada-héraði í Jemen þann 9. ágúst síðastliðinn. Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni og var hún víða fordæmd. Rútan sem skotið var á var staðsett á markaði í norðurhluta héraðsins. Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingu frá bandalaginu, sem birt var í dag, komi fram að þeir sem hafi staðið fyrir árásinni yrðu dregnir til ábyrgðar. Mansour al-Mansour, hershöfðingi sem fer fyrir eigin rannsóknarteymis bandalagsins, segir að árásin hafi beinst gegn einum leiðtoga uppreisnarhóps Húta. Rannsókn herja bandalagsríkjanna hafi komist að því að leiðtogar og vígamenn Húta hafi verið í umræddri rútu og því hafi verið um lögmætt skotmark að ræða. Sú staðreynd að árásin hafi átt sér stað á umræddum stað hafi hins vegar haft í för með sér þetta manntjón. Segir í yfirlýsingunni að stjórn herja bandalagsríkjanna harmi þau mistök og votti aðstandendum fórnarlamba virðingu sína. Samráð verði haft við ríkisstjórn Jemen um bætur til aðstandenda, auk þess að reglur yrðu endurskoðaðar.Hafna niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna Bandalagsríkin segja í yfirlýsingunni að árásir þeirra beinist aldrei vísvitandi að óbreyttum borgurum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar sakað Sáda og bandalagsríki þeirra um að beina árásum sínum að mörkuðum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðahverfum. Fyrr í vikunni höfnuðu bandalagsríkin niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem sagði að deiluaðilar í Jemen hafi allir gerst sekir um stríðsglæpi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10 þúsund manns hafi látið lífið í stríðsátökum í landinu frá árinu 2015. Tengdar fréttir Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Hernaðarbandalagið undir forystu Sádi-Araba kveðst harma „mistök“ sem hafi verið gerð í loftárás þess á rútu í Saada-héraði í Jemen þann 9. ágúst síðastliðinn. Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni og var hún víða fordæmd. Rútan sem skotið var á var staðsett á markaði í norðurhluta héraðsins. Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingu frá bandalaginu, sem birt var í dag, komi fram að þeir sem hafi staðið fyrir árásinni yrðu dregnir til ábyrgðar. Mansour al-Mansour, hershöfðingi sem fer fyrir eigin rannsóknarteymis bandalagsins, segir að árásin hafi beinst gegn einum leiðtoga uppreisnarhóps Húta. Rannsókn herja bandalagsríkjanna hafi komist að því að leiðtogar og vígamenn Húta hafi verið í umræddri rútu og því hafi verið um lögmætt skotmark að ræða. Sú staðreynd að árásin hafi átt sér stað á umræddum stað hafi hins vegar haft í för með sér þetta manntjón. Segir í yfirlýsingunni að stjórn herja bandalagsríkjanna harmi þau mistök og votti aðstandendum fórnarlamba virðingu sína. Samráð verði haft við ríkisstjórn Jemen um bætur til aðstandenda, auk þess að reglur yrðu endurskoðaðar.Hafna niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna Bandalagsríkin segja í yfirlýsingunni að árásir þeirra beinist aldrei vísvitandi að óbreyttum borgurum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar sakað Sáda og bandalagsríki þeirra um að beina árásum sínum að mörkuðum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðahverfum. Fyrr í vikunni höfnuðu bandalagsríkin niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem sagði að deiluaðilar í Jemen hafi allir gerst sekir um stríðsglæpi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10 þúsund manns hafi látið lífið í stríðsátökum í landinu frá árinu 2015.
Tengdar fréttir Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30
Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00