Enski boltinn

Sjáðu mistök Alisson, glæsimark Walker og öll hin mörkin í enska boltanum

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Sjö leikir fóru fram í enska boltanum í gær en þetta voru leikir í fjórðu umferð deildarinnar.



Veislan byrjaði í hádeginu að venju en það var leikur Leicester og Liverpool. Gestirnir byrjuðu vel og skoraði Sadio Mane strax á 10. mínútu. Rétt áður en flautað var til hálfleiks tvöfaldaði svo Roberto Firmino forystu Liverpool.



Leicester minnkaði muninn um miðbik seinni hálfleiks en það skoraði Rachid Ghezzal eftir skelfileg mistök Alisson, markvarðar Liverpool.



Fulham missti niður tveggja marka forystu gegn Brighton á útivelli. Andre Schurrle og Aleksandar Mitrovic skoruðu mörk Fulham en Glenn Murray skoraði bæði mörk Brighton.



Chelsea er að byrja feikilega vel undir stjórn Maurizio Sarri. Chelsea mætti Bournemouth og var töluvert betra í leiknum. Bikarmeistararnir náðu hins vegar ekki að setja mark sitt á leikinn fyrr en á 72. mínútu en það gerði Pedro.

Eden Hazard innsiglaði svo góðan sigur Chelsea með marki undir lok venjulegs leiktíma.



Southampton vann sterkan útisigur á Crystal Palace, 2-0. Danny Ings og Pierre Hojbjerg skoruðu mörk gestanna og þá gengur hvorki né rekur hjá West Ham sem situr enn á botninum án stiga eftir 1-0 tap gegn Wolves á heimavelli.



Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton þegar liðið gerði jafntefli við Huddersfield. Gylfi var skipt af velli á 76. mínútu.



Í lokaleik gærdagsins mættust Englandsmeistarar Manchester City og Newcastle. Meistararnir voru töluvert betri aðilinn í leiknum og komst verðskuldað yfir á 8. mínútu er Raheem Sterling skoraði.



Newcastle náði hins vegar að jafna leikinn eftir hálftíma leik, nokkuð óvænt en það gerði DeAndre Yedlin.



En í upphafi seinni hálfleiks kom Kyle Walker meisturunum aftur yfir með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Eitt af mörkum tímabilsins hingað til.

Leicester 1 - 2 Liverpool
Brighton 2 - 2 Fulham
Chelsea 2 - 0 Bournemouth
Crystal Palace 0 - 2 Southampton
Everton 1 - 1 Huddersfield
West Ham 0 - 1 Wolves
Manchester City 2 - 1 Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×