Enski boltinn

Paul Scholes spilaði í 11. deildinni

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Scholes í leiknum
Scholes í leiknum BBC
Paul Scholes, fyrrum landsliðsmaður Englands og goðsögn hjá Manchester United gerði sér lítið fyrir og spilaði með Royton Town í 11. deildinni á Englandi í gær.



Royton Town heimsótti Stockport Georgians í úrvalsdeild Manchester svæðisins, sem er 11. efsta deildin í ensku deildarkeppninni og vantaði þeim leikmenn.



Sögðu þeir því við andstæðingana sína að þeir ætluðu að leyfa 43 ára gömlum pabba eins af strákunum sem æfa með barnaliðum félagsins að sprikla með þeim.



Það sem Stockport Georgians vissu hins vegar ekki var að þessi pabbi var enginn annar en Paul Scholes, einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og einn af bestu leikmönnum í sögu Manchester United.

„Okkur vantaði einhverja átta eða níu leikmenn og Scholes hafði sagt að hann myndi glaður hjálpa okkur ef okkur vantaði leikmenn en Arron, sonur hans spilar hjá okkur,“ sagði Mark Howard, stjóri Royton.



„Þetta er frábært fyrir deildina. Hann gerir aðra leikmenn í kringum sig um 10-15% betri, og andstæðingarnir vilja ekki líta illa út fyrir framan hann.“



Scholes spilaði 66 landsleiki fyrir England, varð 11 sinnum enskur meistari og var tvisvar í sigurliði Meistaradeildar Evrópu með Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×