Danska landsliðið í hættu á að fá bann frá UEFA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 12:30 Danska landsliðið gæti verið í vandræðum Getty Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira