Danska landsliðið í hættu á að fá bann frá UEFA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 12:30 Danska landsliðið gæti verið í vandræðum Getty Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins. Viðræður hafa verið í gangi í nokkra mánuði á milli danska knattspyrnusambandsins og leikmannasamtakana hvað varðar nýja samninga fyrir þá sem eru kallaðir til þess að spila fyrir danska landsliðið. Nú hafa leikmannasamtökin gefið það út að knattspyrnusambandið hafi dregið sig úr viðræðunum á föstudag. Danir munu tilkynna leikmannahóp sinn í dag fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu og fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni gegn Wales, og ekkert samkomulag á milli deiluaðilanna virðist vera í augsýn. Svo gæti farið að Danir þurfi aðeins að notast við leikmenn sem spila í Danmörku fyrir komandi leiki, og í versta falli þurfa þeir að gefa leikinn gegn Wales, og myndi það líklega þýða bann frá UEFA. Það er vegna þess að danska knattspyrnusambandið átti í svipuðum deildum við leikmenn danska kvennalandsliðsins sem endaði með að danska landsliðið þurfti að gefa einn leik í undankeppni HM. Fyrir það var danska knattpyrnusambandið sektað og áminnt um að ef slíkt myndi koma fyrir aftur, væri liðinu vikið úr keppni. Simon Kjær, fyrirliði Dana er einn af meðlimum leikmannasamtakanna og hefur hann ásakað knattspyrnusambandið um að kenna leikmönnum um stöðuna sem deiluaðilarnir eru komnir í. „Það er danska knattspyrnusambandið sem býr til vandamálin og taka áhættuna um að fresta landsleikjum, sem myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla í danskri knattspyrnu,“ sagði Kjær. „Okkur finnst að knattspyrnusambandið vilji gera okkur reiða. Þeir vilja halda því fram að það erum við leikmennirnir sem viljum ekki spila landsleiki. En í rauninni er það akkúrat öfugt.“ „Ég verð að viðurkenna að það er okkar tilfinning að knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt áhuga um að finna lausnir á þessu. Núna óttumst við afleiðingarnar fyrir danska knattspyrnu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki