Þrýsta gríðarlega fast á að veitt verði fleiri hótelleyfi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. september 2018 12:45 Stjórnendur Reykjavíkurborgar vonast til þess að aukin stýring í hóteluppbyggingu verði til þess að færa starfsemina utar í borgina. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngurráðs Reykjavíkurborgar, segir að stefnunni sé ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum. „Það er aðallega vegna þess að miðborgin er eina hverfið í borginni þar sem íbúum hefur verið að fækka. Og það er fullt tilefni til þess að bregðast við því. Þannig að þess vegna er þessi aukna stýring komin á miðborgina.“ Sigurborg segir að slík stýring ýti undir þá þróun að hótelbyggingar færist utar í borgina, eins og hafi til að mynda gerast á Suðurlandsbraut. Hafi verktakar eða aðrir áhuga á að fara með gististarfsemi sína lengra út í úthverfin verði starfsemi að vera innan hinna svokölluðu kjarna og við aðalgötur, sem getið er um í aðalskipulagi borgarinnar. Það sé gert til að lágmarka truflun af starfseminni í úthverfum.Stefnunni er ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum.Vísir/VilhelmBorgin synjar fleiri leyfum en hún samþykkir Sigurborg óttast ekki að hin aukna stýring verði til þess að ferðamenn leiti í auknum mæli í deilihagkerfið eftir gistingu, í gegnum síður eins og Airbnb og Home Exchange en hótelrekendur hafa gagnrýnt hversu erfitt reynst að innheimta opinber gjöld af heimagistingu. „Það er nýbúið að setja ný lög um skammtímagistingu og ríkið er líka búið að tryggja fjármagn í að fylgja því eftir, þannig að við höfum ekki áhyggjur af þeim málaflokk eins og er.“ Morgunblaðið ræddi við verktaka sem lýstu furðu sinni á stefnu Reykjavíkurborgar og að þeirra sögn hefur stefnan orðið til þess að þeir hafi þurft að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni. Sigurborg segist ekki hafa farið varhluta af óánægju verktaka með stefnu borgarinnar. „Það er mikill þrýstingur, og hefur verið síðustu ár, gríðarlegur þrýstingur. Og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að borgin synjar miklu fleiri leyfum en hún samþykkir.“ Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51 Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Stjórnendur Reykjavíkurborgar vonast til þess að aukin stýring í hóteluppbyggingu verði til þess að færa starfsemina utar í borgina. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir að nýja stefnan hafi sætt gagnrýni verktaka, sem vilji auka enn frekar gististarfsemi í miðborginni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngurráðs Reykjavíkurborgar, segir að stefnunni sé ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum. „Það er aðallega vegna þess að miðborgin er eina hverfið í borginni þar sem íbúum hefur verið að fækka. Og það er fullt tilefni til þess að bregðast við því. Þannig að þess vegna er þessi aukna stýring komin á miðborgina.“ Sigurborg segir að slík stýring ýti undir þá þróun að hótelbyggingar færist utar í borgina, eins og hafi til að mynda gerast á Suðurlandsbraut. Hafi verktakar eða aðrir áhuga á að fara með gististarfsemi sína lengra út í úthverfin verði starfsemi að vera innan hinna svokölluðu kjarna og við aðalgötur, sem getið er um í aðalskipulagi borgarinnar. Það sé gert til að lágmarka truflun af starfseminni í úthverfum.Stefnunni er ætlað að sporna við fólksfækkun sem orðið hefur í miðborginni á síðustu árum.Vísir/VilhelmBorgin synjar fleiri leyfum en hún samþykkir Sigurborg óttast ekki að hin aukna stýring verði til þess að ferðamenn leiti í auknum mæli í deilihagkerfið eftir gistingu, í gegnum síður eins og Airbnb og Home Exchange en hótelrekendur hafa gagnrýnt hversu erfitt reynst að innheimta opinber gjöld af heimagistingu. „Það er nýbúið að setja ný lög um skammtímagistingu og ríkið er líka búið að tryggja fjármagn í að fylgja því eftir, þannig að við höfum ekki áhyggjur af þeim málaflokk eins og er.“ Morgunblaðið ræddi við verktaka sem lýstu furðu sinni á stefnu Reykjavíkurborgar og að þeirra sögn hefur stefnan orðið til þess að þeir hafi þurft að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni. Sigurborg segist ekki hafa farið varhluta af óánægju verktaka með stefnu borgarinnar. „Það er mikill þrýstingur, og hefur verið síðustu ár, gríðarlegur þrýstingur. Og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir að borgin synjar miklu fleiri leyfum en hún samþykkir.“
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51 Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Hagnaður Íslandshótela eykst Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára 31. ágúst 2018 14:51
Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02
Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent