Viðskipti innlent

Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eftirlitsmönnum vegna heimagistingar verður fjölgað úr þrjá í ellefu.
Eftirlitsmönnum vegna heimagistingar verður fjölgað úr þrjá í ellefu. Vísir/pjetur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samkomulag um aukið eftirlit með heimagistingu á borð við AirBnb. Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu.

Tryggja að leyfi sé fyrir hendi

Samningurinn kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættis Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með eftirlit með heimagistingu á öllu landinu. Markmiðið er að öðlast yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að aðilar sem stunda starfsemina afli sér rekstrarleyfis.

Sjá einnig: Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum

Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að starfsmönnum í heimagistingarvakt verði fjölgað úr þremur í ellefu og koma þeir m.a. til með að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga frá almenningi. Þá verða í hópnum tveir lögfræðingar sem munu halda utan um stjórnsýslumeðferð og ákvarðanir um stjórnvaldssektir.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra og Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Stjórnarráðið

„Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Við verðum að tryggja að allt sé uppi á borðum. Ég bind því miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við sjáum stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar innan skamms,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra um hinn nýja samning.

Þá fagnar Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ákvörðun ráðherra um eflingu heimagistingarvaktar. Ljóst sé að allt of margir hafi ekki skráð heimagistingu sem þeir halda úti.

Skammtímaleiga sjöfaldast á þremur árum

Frá því að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók við málaflokki gististaða árið 2015 hefur umfang skammtímaleigu sjöfaldast.

Hin svokallað 90 daga regla tók gildi í ársbyrjun 2017 en í henni felst að einstaklingum er heimilt að leigja út lögheimili sín og eina aðra fasteign sem er í þeirra eigu til allt að 90 daga á hverju almanaksári án þess að lúta sömu reglum um leyfi og gjöld og gilda um atvinnurekstur. Skráning fer fram með rafrænum hætti á www.heimagisting.is.


Tengdar fréttir

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.