Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandshótela eykst

Birgir Olgeirsson skrifar
Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára
Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára Vísir/Pjetur

Íslandshótel skilaði 293 m.kr. hagnaði af rekstri samstæðunnar fyrstu 6 mánuði ársins en fyrir sama tímabil í fyrra var hagnaðurinn 53 m.kr. Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára. Félagið opnaði nýtt og glæsilegt hótel, Fosshótel Mývatn í júlí 2017, tekinn var í notkun nýr salur á Grand Hótel, auk þess var herbergjum fjölgað á Fosshótel Núpum úr 60 í 99 herbergi.

Tekjur félagsins jukust um tæpar 600 milljónir króna milli ára og hækkuðu úr 4,6 milljörðum í 5,2 milljarða króna. EBITDA félagsins var 1,2 milljarðar eftir 6 mánuði en tæpur milljarður fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2017.

Heildar virði eigna félagsins nam 38,1 milljörðum króna í 30. júní 2018 og er um óverulega breytingu að ræða frá áramótum. Tekjuberandi fasteignir félagsins voru endurmetnar í árslok 2017 í samræmi við IFRS reikningsskilastaðla.

Íslandshótel reisir nú nýtt hótel í hjarta höfuðborgarinnar við Lækjargötu, hótelið verður allt hið glæsilegasta, um er ræða fjögurra stjörnu hótel með 129 herbergjum, veitingastað og kaffihúsi. Fornleifarannsóknir á vegum Minjastofnunar Íslands og Fornleifastofnunar Íslands hafa leitt í ljós mannvirki frá 10. öld á þessum reit og munu gestir hótelsins því geta skyggnst inn í fortíðina á meðan á dvöl þeirra stendur. Fyrirhugað er að vera með sýningu á fornminjum og menningartengdum munum á 1. hæð hótelsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.