„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. september 2018 22:00 Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári, en að sögn líffræðings eru þeir aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða 70 sentímetra hrygnu sem veiddist á flugu í Hnausastreng í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu, einhverjum frægasta veiðistað landsins. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir ekki að fari á milli mála að um eldisfisk sé að ræða. Skemmdir á fisknum séu vísbending um það. Pétur segist nokkuð viss í sinni sök, hann hafi handfjatlað lax í rúmlega 40 ár – bæði sem leigutaki Vatnsdalsár og sem fiskkaupmaður. Niðurstaða hans sé skýr. „Svona skemmdir á villilaxi, þær eru ekki til.“ Pétur ætlar að leita til Hafrannsóknarstofnunar á morgun og senda laxinn í formlega greiningu. Hann óttast að ef grunur hans reynist réttur sé vandamálið ekki aðeins bundið við Vatnsdalsá „Þetta verður um allt land og menn verða að átta sig á því að það verður að stoppa þetta. Við höfum tíma núna til að stoppa þetta, en menn verða bara að taka ákvörðun um það. Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi.“Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá.Vísir/Egill AðalsteinssonFjórir eldisfiskar Í samtali við fréttastofu segir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að átælað sé að fjórir eldisfiskar hafi komið á stangir laxveiðimanna það sem af er ári. Til að mynda hafi eldislax komið á stöng í Staðará í Steingrímsfirði, en hún rennur út í Húnaflóa – rétt eins og Vatnsdalsá. Eldisfiskarnir fjórir gefi þó aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála. Eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldisfiska í ám landsins komi ekki strax fram jafnvel ekki fyrr en að stangveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldisfiskar sem veiðst hafi ánum séu því líklega aðeins toppurinn á ísjakanum. Fiskeldi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári, en að sögn líffræðings eru þeir aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða 70 sentímetra hrygnu sem veiddist á flugu í Hnausastreng í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu, einhverjum frægasta veiðistað landsins. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir ekki að fari á milli mála að um eldisfisk sé að ræða. Skemmdir á fisknum séu vísbending um það. Pétur segist nokkuð viss í sinni sök, hann hafi handfjatlað lax í rúmlega 40 ár – bæði sem leigutaki Vatnsdalsár og sem fiskkaupmaður. Niðurstaða hans sé skýr. „Svona skemmdir á villilaxi, þær eru ekki til.“ Pétur ætlar að leita til Hafrannsóknarstofnunar á morgun og senda laxinn í formlega greiningu. Hann óttast að ef grunur hans reynist réttur sé vandamálið ekki aðeins bundið við Vatnsdalsá „Þetta verður um allt land og menn verða að átta sig á því að það verður að stoppa þetta. Við höfum tíma núna til að stoppa þetta, en menn verða bara að taka ákvörðun um það. Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi.“Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá.Vísir/Egill AðalsteinssonFjórir eldisfiskar Í samtali við fréttastofu segir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að átælað sé að fjórir eldisfiskar hafi komið á stangir laxveiðimanna það sem af er ári. Til að mynda hafi eldislax komið á stöng í Staðará í Steingrímsfirði, en hún rennur út í Húnaflóa – rétt eins og Vatnsdalsá. Eldisfiskarnir fjórir gefi þó aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála. Eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldisfiska í ám landsins komi ekki strax fram jafnvel ekki fyrr en að stangveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldisfiskar sem veiðst hafi ánum séu því líklega aðeins toppurinn á ísjakanum.
Fiskeldi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira