Enski boltinn

Mourinho: Ronaldo aldrei möguleiki fyrir United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aldrei möguleiki.
Aldrei möguleiki. vísirgetty

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það hafi aldrei verið möguleiki fyrir United að fá Cristiano Ronaldo aftur til félgasins.

Ronaldo gekk í raðir Juventus í sumar fyrir fúlgur fjár eftir að hafa unnið þrjá Meistaradeildartitla í röð með Real Madrid en hann hefur spilað með Real frá 2009.

„Juventus er eitt þessara liða sem eyðir pening til þess að vinna Meistaradeildina því þeir þurfa ekki að eyða til að vinna ítölsku úrvalsdeildina,” sagði Mourinho.

„Þeirra markmið er klárlega að vinna Meistaradeildina sem þeir hafa verið nálægt í tvígang svo ég held að á eftir Liverpool sé það Juventus sem hefur eytt mestu.”

„Það kom aldrei inn á mitt borð að segja já eða nei við Cristiano,” sagði Mourinho að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.