Tölvukerfið stríddi KSÍ við spilun þjóðsöngsins Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 20:42 Liðin tvö stilltu sér upp á hefbundinn hátt til að hlýða á þjóðsöngva landanna. Skjáskot Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Þrátt fyrir úrslitin eygir Ísland enn von um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. Umgjörðin um leikinn var með besta móti og var sett áhorfendamet á kvennalandsleik á Laugardalsvelli en 9636 horfðu á leikinn úr stúkunni.Varnarjaxlarnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir hlógu ásamt áhorfendum þegar truflunin heyrðistSkjáskotTruflanir við spilun íslenska þjóðsöngsins Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft. Heyra mátti í útsendingu Stöðvar 2 Sport að áhorfendur skelltu upp úr sem og íslensku leikmennirnir og starfslið landsliðsins. Þó hófst þjóðsöngur Íslands skömmu síðar og leikmenn og áhorfendur einbeittu sér að því að syngja texta Matthíasar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Tæknin átti þó eftir að stríða Knattspyrnusambandinu í annað sinn en annað hljóð ættað úr Windows stýrikerfinu heyrðist á meðan að stúkan söng. Mistökin fóru ekki fram hjá Twitter notendum og voru þónokkrar færslur skrifaðar um þjóðsönginn með Windows blænum.Hver hatar ekki Windows #íslþys#fotboltinet#þjóðsöngurinn — Birkir Örn Pétursson (@birkirp) September 1, 2018Ef við töpum er það gæjanum sem var loggaður inn á Messenger í þjóðsöngnum að kenna! #áframÍsland#Fotboltinet — Belgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2018Hvaða maður verður rekinn hjá KSÍ fyrir að klikka á þjóðsöngnum? #FotboltiNet — Maggi Peran (@maggiperan) September 1, 2018Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, starfslið hans og varamannabekkur sá spaugilegu hliðina á málinu.SkjáskótSama uppsetning og á fyrri leikjum Í samtali við blaðamann Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, orsökina ekki liggja hjá starfsmanni heldur eingöngu hafi þetta verið hreinir og beinir tæknilegir örðugleikar. Sömu starfsmenn hafi verið að störfum og hafi notað sömu tölvur og notaðar hafa verið á öðrum landsleikjum. Klara segir þrjár hljóðprufur hafa farið fram á leikdag og þá hafði allt farið vel fram. Þegar á hólminn var komið hafði þó mismikill hljóðstyrkur þjóðsöngvanna leikið KSÍ grátt. Þeir tæknilegu örðugleikar höfðu orsakað villumeldingarnar sem heyrðust um allan Laugardalsvöllinn og inn í stofu sjónvarpsáhorfenda.Síðasti leikur undankeppninnar gegn Tékkum Næsti leikur kvennalandsliðsins er einnig á Laugardalsvelli, gegn Tékklandi næsta þriðjudag klukkan 15:00. Þar sem engin bilun varð í hljómflutningstækjum Laugardalsvallar má því búast við að þar fái tónar Lofsöngs að óma án truflunar.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00