Cristiano Ronaldo yngri byrjar miklu betur hjá Juventus en pabbinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 15:30 Cristiano Ronaldo yngri og Cristiano Ronaldo eldri. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er búinn að spila þrjá leiki með Juventus í Seríu A án þess að ná að skora. Allt aðra sögu er að segja af átta ára stráknum hans. Feðgarnir skiptu báðir yfir í Juventus í haust. Juventus keypti pabann á 99 milljónir punda frá Real Madrid og strákurinn fylgdi auðvitað með í kaupanum enda nýbúinn að halda upp á átta ára afmælið sitt. Cristiano Ronaldo eldri er enn markalaus þrátt fyrir þrjá leiki, 270 mínútur og 23 skot. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri skot án þess að skora. Í raun er Ronaldo þar með tíu skota forystu. Það vakti athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo var að tala um strákinn og draum sinn um að hann yrði atvinnufótboltamaður eins og hann. Miðað við byrjun Cristiano Ronaldo yngri hjá Juventus þá eru góðar líkur á að sá draumur pabbans rætist. Cristiano Ronaldo yngri skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrsta leiknum sínum með níu ára liði Juventus og eplið virðist ekki hafa fallið langt frá Eikinni. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Cristiano Ronaldo yngri spilar að sjálfsögðu í teyju númer sjö eins og faðir sinn.Cristiano Ronaldo Jr. scored 4 goals on his Juventus U9 debut pic.twitter.com/ZjfMrlYMty — Footy Jokes (@Footy_JokesOG) September 2, 2018Cristiano Ronaldo has taken more shots at goal without scoring (23)... Than any other player in Europe's Top 5 Leagues this season. 10 more than the next player.@Squawkapic.twitter.com/5oMgE72AqJ — SPORF (@Sporf) September 2, 2018 Cristiano Ronaldo eldri var upptekinn í vinnunni hjá Juventus og missti því af leiknum en stjúpmanna stráksins, Georgina Rodriguez, var með honum og lét pabbann örugglega vita fljótlega eftir leikinn. Markaskor stráksins í fyrsta leik hefur ekki vakið síður athygli en markaleysi pabbans. Nettröllin eru auðvitað komin á fullt í fyndnum samanburði á feðgunum enda ekkert nýtt að menn noti hvert tækifæri til að gagnrýna Cristiano Ronaldo eldri.BREAKING NEWS: Cristiano Ronaldo to leave Juventus for PSG to escape his son’s shadow after Cristiano Jr scored 4 goals on his Juventus U9 debut today!! pic.twitter.com/FkyuH9PKcg — Football Stuff (@FootbalIStuff) September 2, 2018Cristiano Ronaldo Jr with 4 Goals on his Debut. pic.twitter.com/ArlYl3mspf — Troll Football (@TrollFootball) September 2, 2018 Ítalski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Cristiano Ronaldo er búinn að spila þrjá leiki með Juventus í Seríu A án þess að ná að skora. Allt aðra sögu er að segja af átta ára stráknum hans. Feðgarnir skiptu báðir yfir í Juventus í haust. Juventus keypti pabann á 99 milljónir punda frá Real Madrid og strákurinn fylgdi auðvitað með í kaupanum enda nýbúinn að halda upp á átta ára afmælið sitt. Cristiano Ronaldo eldri er enn markalaus þrátt fyrir þrjá leiki, 270 mínútur og 23 skot. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri skot án þess að skora. Í raun er Ronaldo þar með tíu skota forystu. Það vakti athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo var að tala um strákinn og draum sinn um að hann yrði atvinnufótboltamaður eins og hann. Miðað við byrjun Cristiano Ronaldo yngri hjá Juventus þá eru góðar líkur á að sá draumur pabbans rætist. Cristiano Ronaldo yngri skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrsta leiknum sínum með níu ára liði Juventus og eplið virðist ekki hafa fallið langt frá Eikinni. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Cristiano Ronaldo yngri spilar að sjálfsögðu í teyju númer sjö eins og faðir sinn.Cristiano Ronaldo Jr. scored 4 goals on his Juventus U9 debut pic.twitter.com/ZjfMrlYMty — Footy Jokes (@Footy_JokesOG) September 2, 2018Cristiano Ronaldo has taken more shots at goal without scoring (23)... Than any other player in Europe's Top 5 Leagues this season. 10 more than the next player.@Squawkapic.twitter.com/5oMgE72AqJ — SPORF (@Sporf) September 2, 2018 Cristiano Ronaldo eldri var upptekinn í vinnunni hjá Juventus og missti því af leiknum en stjúpmanna stráksins, Georgina Rodriguez, var með honum og lét pabbann örugglega vita fljótlega eftir leikinn. Markaskor stráksins í fyrsta leik hefur ekki vakið síður athygli en markaleysi pabbans. Nettröllin eru auðvitað komin á fullt í fyndnum samanburði á feðgunum enda ekkert nýtt að menn noti hvert tækifæri til að gagnrýna Cristiano Ronaldo eldri.BREAKING NEWS: Cristiano Ronaldo to leave Juventus for PSG to escape his son’s shadow after Cristiano Jr scored 4 goals on his Juventus U9 debut today!! pic.twitter.com/FkyuH9PKcg — Football Stuff (@FootbalIStuff) September 2, 2018Cristiano Ronaldo Jr with 4 Goals on his Debut. pic.twitter.com/ArlYl3mspf — Troll Football (@TrollFootball) September 2, 2018
Ítalski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira