Hjörvar um mistök Alisson: Ef þú ætlar að gera stór mistök veldu þá réttu augnablikin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 10:30 Alisson eftir mistökin. Vísir/Getty Messan tók fyrir markið sem Liverpool fékk á sig á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Fyrsta markið sem Liverpool fékk á sig á leiktíðinni var ansi slysalegt og markvörðurinn sem var búinn að halda hreinu í þremur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni gerði þar stór mistök. „Þeir eru í basli upp á miðjum vellinum með boltann og ofan á það kemur léleg sending til baka frá Van Dijk,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson og svo var komið að tilþrifum Alisson Becker sem í stað þess að sparka boltanum í burtu reyndi að sóla sóknarmann Leicester á endalínunni. Alisson Becker tapaði boltanum og Leicester skoraði í tómt markið. „Ég las nú einhvern tímann tölfræði að hann hafi ekki gert nein mistök í deild í fyrra sem hafi kostað mark,“ sagði Hjörvar Hafliðason en hvað með þessu mistök? „Þeir vilja vera með svona markmann og vilja vera með markmann sem spilar fótbolta. Þetta er bara hans leikur og þeir vilja að hann haldi áfram að vera eins og hann er,“ sagði Hjövar. „Þú sást ekki Bruce Grobbelaar standa á marklínunni í fyrirgjöfum. Hann fór bara út og stundum klikkaði það,“ sagði Hjörvar. „Þetta er búið að kosta þá eitt mark í fjórum leikjum. Ef þetta fer að kosta þá tvö, þrjú og fjögur mörk yfir tímabilið þá gæti þetta orðið mjög dýrt fyrir Liverpool,“ sagði Brynjar Björn. „Er þetta að vera með of mikið sjálfstraust,“ spurði Ríkharð Guðnason, umsjónarmaður Messunnar. „Nei, þetta er bara léleg ákvörðunartaka,“ sagði Brynjar Björn en Hjörvar taldi að þetta gæti líka hafa verið stress. „Það er betra að gera mistök 2-0 yfir en í stöðunni 0-0. Það er eins og Hugo Lloris gerði ein fyndnustu mistökin í sögu heimsmeistaramótsins. Það man enginn eftir því vegna þess að hann gerði þau í stöðunni 4-1 í úrslitaleiknum. Ef þú ætlar að gera stór mistök veldu þá réttu augnablikin í það,“ sagði Hjövar. Það má finna alla umfjöllun Messunnar um mistök Alisson Becker hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Messan tók fyrir markið sem Liverpool fékk á sig á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Fyrsta markið sem Liverpool fékk á sig á leiktíðinni var ansi slysalegt og markvörðurinn sem var búinn að halda hreinu í þremur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni gerði þar stór mistök. „Þeir eru í basli upp á miðjum vellinum með boltann og ofan á það kemur léleg sending til baka frá Van Dijk,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson og svo var komið að tilþrifum Alisson Becker sem í stað þess að sparka boltanum í burtu reyndi að sóla sóknarmann Leicester á endalínunni. Alisson Becker tapaði boltanum og Leicester skoraði í tómt markið. „Ég las nú einhvern tímann tölfræði að hann hafi ekki gert nein mistök í deild í fyrra sem hafi kostað mark,“ sagði Hjörvar Hafliðason en hvað með þessu mistök? „Þeir vilja vera með svona markmann og vilja vera með markmann sem spilar fótbolta. Þetta er bara hans leikur og þeir vilja að hann haldi áfram að vera eins og hann er,“ sagði Hjövar. „Þú sást ekki Bruce Grobbelaar standa á marklínunni í fyrirgjöfum. Hann fór bara út og stundum klikkaði það,“ sagði Hjörvar. „Þetta er búið að kosta þá eitt mark í fjórum leikjum. Ef þetta fer að kosta þá tvö, þrjú og fjögur mörk yfir tímabilið þá gæti þetta orðið mjög dýrt fyrir Liverpool,“ sagði Brynjar Björn. „Er þetta að vera með of mikið sjálfstraust,“ spurði Ríkharð Guðnason, umsjónarmaður Messunnar. „Nei, þetta er bara léleg ákvörðunartaka,“ sagði Brynjar Björn en Hjörvar taldi að þetta gæti líka hafa verið stress. „Það er betra að gera mistök 2-0 yfir en í stöðunni 0-0. Það er eins og Hugo Lloris gerði ein fyndnustu mistökin í sögu heimsmeistaramótsins. Það man enginn eftir því vegna þess að hann gerði þau í stöðunni 4-1 í úrslitaleiknum. Ef þú ætlar að gera stór mistök veldu þá réttu augnablikin í það,“ sagði Hjövar. Það má finna alla umfjöllun Messunnar um mistök Alisson Becker hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira