Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 12:32 Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AP Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu. Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu.
Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira