Innlent

Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Hinn grunaði er 33 ára gamall.
Hinn grunaði er 33 ára gamall. Interpol

Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara.

Í lýsingu á vef alþjóðalögreglunnar Interpol segir að Hemn Rasul Hamd sé 33 ára Kúrdi frá Írak sem tali bæði kúrdísku og sænsku. Hann er eftirlýstur vegna nauðgunar hér á landi og var í farbanni á meðan lögreglan hafði mál hans til rannsóknar.

Hann kom sér hins vegar undan áður en lögreglan gat birt honum ákæru í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort Hamd sé ennþá á Schengen svæðinu, t.d. í Svíþjóð þar sem hann hefur einver tengsl. Interpol hefur hins vegar lýst eftir honum um allan heim til öryggis.

Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir í raun erfitt að koma í veg fyrir að menn flýi land ef þeir eru ekki í gæsluvarðhaldi.

Þrátt fyrir farbann séu ekki margar hindranir í vegi þess sem hafi einbeittan brotavilja og sé staðráðinn að flýja réttvísina.

Samkvæmt upplýsingum á vef Interpol óska íslensk yfirvöld eftir því að Hamd verði handtekinn hvar sem hann er niður kominn og framseldur til Íslands. Lögreglan hér mun síðan væntanlega birta honum ákæru vegna nauðgunarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.