Innlent

Interpol gefur út handtökuskipun á hendur manni vegna máls á Íslandi

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar

Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur manni vegna nauðgunar en hann fór úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins.

Maðurinn sem er 33 ára gamall Íraki heitir Hemn Rasul Hamd og er 1.78 á hæð og 78 kíló og er sagður tala bæði kúrdísku og sænsku. RÚV greindi fyrst frá málinu nú síðdegis.

Í yfirlýsingunni er gerð sú krafa að aðildarríki Interpol leiti að manninum og handtaki hann þannig að íslensk yfirvöld geti fengið hann framseldan hingað til lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.