Enski boltinn

Henderson framlengir við Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henderson með pennann á lofti.
Henderson með pennann á lofti. vísir/getty

Fyrirliði Liverpool, Jordan Henderson, skrifaði skælbrosandi undir nýjan samning við félagið í dag.

Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er hann er sagður vera til nokkurra ára.

Henderson er orðinn 28 ára gamall og hefur verið hjá félagið síðan 2011 er hann kom til Anfield frá Sunderland. Hann hefur spilað 283 leiki fyrir félagið og skorað í þeim leikjum 24 mörk.„Ég er mjög ánægður að hafa skrifað undir langtímasamning við félagið. Mér finnst ekki vera langt síðan ég skrifaði undir fyrsta samning minn við félagið. Það hefur samt mikið vatn runnið til sjávar á þessum sjö árum. Það eru forréttindi að hafa spilað fyrir þetta félag og það verður það áfram,“ sagði Henderson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.