Enski boltinn

Jesus: Fjarvera Sane viðvörun fyrir okkur alla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sane og Jesus fagna marki
Sane og Jesus fagna marki Vísir/Getty

Leroy Sane var ekki í leikmannahópi Manchester City um helgina. Gabriel Jesus segir það vera viðvörun til hinna leikmannanna.

Sane var valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en hann hefur ekki verið í byrjunarliði City í neinum af fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Pep Guardiola sagði að það hafi verið taktísk ákvörðun að hafa Sane ekki í hópnum en fjölmiðlar á Englandi segja stjórann ekki ánægðan með hugarfar Sane á æfingum.

„Það er eðlilegt í svona stóru liði að það sé ekki pláss fyrir alla. Í dag var það Sane en í framtíðinni gæti það verið ég eða einhver hinna leikmannanna,“ sagði Jesus eftir leik City og Newcastle á laugardag.

„Það vita allir hversu góður Sane er og hversu mikilvægur hann er fyrir þetta félag. En þetta er byrjunin á tímabilinu og það er eðlilegt að sumir leikmenn hafi byrjað af meiri krafti en aðrir.“

City vann 2-1 sigur á Newcastle og er í fjórða sæti eftir fjórar umferðir, með 10 stig og enn án taps.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.