Fótbolti

Fyrrum vonarstjarna Man. Utd farin til Grikklands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Macheda fagnar markinu eftirminnilega fyrir tæpum tíu árum síðan.
Macheda fagnar markinu eftirminnilega fyrir tæpum tíu árum síðan. vísir/getty
Stuðningsmenn Man. Utd munu seint gleyma því er ítalski táningurinn Federico Macheda skoraði eftirminnilegt sigurmark fyrir félagið gegn Aston Villa árið 2009. Hann náði aldrei að fylgja því marki eftir.

Þetta mark gegn Villa er enn hápunkturinn á hans ferli en drengurinn hefur farið víða síðan honum var spáð frama eftir þennan eftirminnilega leik. Þá var hann aðeins 17 ára gamall.

United lánaði hann til Sampdoria, QPR, Stuttgart, Doncaster og Birmingham áður en honum var sleppt til Cardiff. Hann var tvö ár hjá Cardiff og í láni hjá Nott. Forest annað árið.

Síðustu tvö  ár lék hann  með Novara í ítölsku B-deildinni en liðið féll úr B-deildinni síðasta vor.

Nú hefur gríska liðið Panathinaikos ákveðið að veðja á drenginn og gert við hann þriggja ára samning.


Tengdar fréttir

Hver er þessi Federico Macheda?

Framherjinn Federico Macheda sló í gegn þegar hann tryggði Manchester United 3-2 sigur á Aston Villa með marki í uppbótartíma. En hver er þessi 17 ára gamli piltur?

Aftur kom Macheda United til bjargar

Ítalski unglingurinn Federico Macheda var hetja Manchester United annan deildarleikinn í röð í dag þegar hann tryggði liði sínu 2-1 útisigur á Sunderland með marki undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×