Enski boltinn

Fékk hæstu hraðasekt í sögu Bretlands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lemina þarf að taka strætó á æfingar næsta árið.
Lemina þarf að taka strætó á æfingar næsta árið. vísir/getty
Stjarna Southampton, Mario Lemina, fékk heldur betur að opna veskið eftir að hafa farið ansi ríflega yfir hámarkshraða á Benzanum sínum.

Lemina var sektaður um 13,5 milljónir króna og missti prófið í heilt ár. Þetta er hæsta sekt sem hefur verið gefin fyrir hraðaakstur í Bretlandi.

Í fyrstu neitaði Lemina að viðurkenna að hann hefði verið að keyra bílinn og sagðist ekki hafa verið viss um hvort það hefði verið bróðir sinn eða frændi sinn. Hann viðurkenndi brot sitt að lokum.

Þetta eru þriggja vikna laun hjá kappanum en ef hann hefði fengið sekt upp á rúmar 20 milljónir króna ef hann hefði ekki viðurkennt að hafa verið að keyra.

Lemina kom til Southampton frá Juventus á síðasta ári og kostaði rúmar 15 milljónir punda.

Hann er nýorðinn faðir en unnusta hans er Fanny Neguesha sem var eitt sinn kærasta Mario Balotelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×