Fótbolti

Marchisio fór til Zenit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marchisio er alltaf flottur í tauinu.
Marchisio er alltaf flottur í tauinu. vísir/getty
Eftir 25 ára þjónustu fyrir Juventus þá rifti félagið á dögunum samningi við miðjumanninn Claudio Marchisio. Hann er nú búinn að finna sér nýtt fótboltaheimili.

Þessi 32 ára leikmaður er búinn að skrifa undir samning við Zenit frá Sankti Pétursborg. Sá samningur er til tveggja ára.

„Það var aldrei spurning um að skrifa undir við félagið. Ég er hrifinn af félaginu og metnaði þess. Ég vildi ekki spila fyrir annað félag á Ítalíu,“ sagði Marchisio.

Miðjumaðurinn spilaði 389 leiki fyrir Juve á sínum ferli og vann deildina sjö sinnum með félaginu. Bikartitlarnir urðu fjórir.

Marchisio hefur enn fremur spilað 55 landsleiki fyrir Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×