Einkunnir Íslands: Glódís best í vonbrigðunum í Laugardalnum 4. september 2018 16:58 Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu. vísir/vilhelm HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira
HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00