Brasilíustjórn leitar aðstoðar við að byggja safnið upp á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2018 07:00 Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. vísir/epa Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38