„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2018 06:33 Frá vettvangi eldsvoðans í safninu á sunnudagskvöld. Tjónið er talið ómetanlegt. vísir/epa Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“ Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. Benda ýmsir á að ríkisstjórnin hafi ausið peningum í að halda Ólympíuleikana í Rio árið 2016 en á sama tíma skorið niður fjárframlög til menntunar- og menningarmála. Upptök eldsins eru enn óljós en Roberto Robaday, slökkviliðsstjóri Rio de Janeiro, hefur látið hafa eftir sér að brunahanarnir tveir sem voru næst safninu hafi verið án vatns. Það hafi torveldað slökkvistarf í byrjun.Höfðu barist lengi fyrir auknu fjármagni Stjórnendur þjóðminjasafnsins hafa sagt að tjónið sem varð í eldsvoðanum sé ómetanlegt en talið er að meirihluti þeirra 20 milljón muna sem þar voru geymdir hafi orðið eldinum að bráð. Á meðal þess sem geymt var á hinu 200 ára gamla safni voru egypskir fornmunir, steingervingar og 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu. Þá er talið að ómetanlegir fornmunir frá tímum frumbyggja í Rómönsku Ameríku hafi eyðilagst og fóru þar með heimildir um hvernig milljónir manna bjuggu í álfunni áður en Spánverjar og Portúgalar komu þangað á 15. og 16. öld. „Við börðumst fyrir auknu fjármagni í fjöldamörg ár svo við hefðum úr nægu að spila til þess að vernda það sem er nú algjörlega ónýtt. Ég fyllist vonleysi og mikilli reiði vegna þessa alls,“ sagði Luiz Duarte, einn stjórnenda safnsins, við fjölmiðla í gær. Mótmælendur saman við safnið í gær til að mótmæla forgansröðun og niðurskurði stjórnvalda og Bernando Mello Franco, einn þekktasti pistlahöfundur Brasilíu, hafði þetta að segja um eldsvoðann í grein sem hann skrifaði á vef O Globo, eins stærsta dagblaðs landsins, í gær: „Harmleikurinn á sunnudag er eins og sjálfsvíg heillar þjóðar. Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum.“
Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38