Fótbolti

Suarez: Pogba vill berjast um fleiri titla en hann gerir hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba og félagar eru að ganga í gegnum mótlæti þessa dagana.
Paul Pogba og félagar eru að ganga í gegnum mótlæti þessa dagana. Vísir/Getty
Paul Pogba vill berjast um fleiri titla en hann gerir hjá Manchester United. Þetta segir Luis Suarez.

Pogba var mikið orðaður við Barcelona í sumar en yfirgaf ekki Old Trafford. Hann er sagður eiga í stormasömu sambandi við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og United hefur farið illa af stað á nýju tímabili.

„Pogba er frábær leikmaður. Hann hefur unnið allt,“ sagði Suarez við spænsku útvarpsstöðina RAC1.

„Ég held hann vilji berjast um fleiri titla en hann er að gera núna.“

„Hann er kannski ekki orðinn Barcelona leikmaður en hann væri velkominn hingað.“

Pogba varð heimsmeistari með Frökkum í sumar og hefur leik í Þjóðadeildinni í kvöld með franska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×