Hannes í pistli um HM í FourFourTwo: „Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 12:00 Hannes Þór Halldórsson eftir leikinn á móti Argentínu. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira