Fótbolti

Kolbeinn: Yfirlýsingar forseta Nantes eiga ekki við nein rök að styðjast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn er með landsliðinu í Austurríki og fær væntanlega að spila um helgina.
Kolbeinn er með landsliðinu í Austurríki og fær væntanlega að spila um helgina. S2 Sport
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var borinn þungum sökum af forseta Nantes, Waldemar Kita, í gær en Kolbeinn segir lítið að marka sem forsetinn hafi verið að segja.

Kita sagði meðal annars að Kolbeinn væri lélegur liðsfélagi og að hann hefði hafnað tilboði frá gríska liðinu Panathinaikos.

„Þessar yfirlýsingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég myndi alltaf reyna að skoða mína möguleika út frá minni fótboltalegu stöðu en ekki einungis vegna peninga,“ segir Kolbeinn í viðtali við DV.is en hann kannast ekki heldur við að vera illa liðinn í klefanum.

„Ég kannast ekki við það og veit hreinlega ekkert hvaðan þetta kemur. Ég á í mjög góðu sambandi við leikmenn liðsins og það hefur enginn nefnt það eða ég fundið að þeim líki illa við mig. Enda hef ég ekki gert neinum eitt eða neitt.“

Lesa má viðtalið við Kolbein í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×