Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2018 06:00 Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira