Fótbolti

Griezmann: Ef Beckham vill fá mig þá kem ég

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Griezmann í leik með Atletico.
Griezmann í leik með Atletico. vísir/afp

Antoine Griezmann hefur áhuga á því að ganga til liðs við lið David Beckham í Bandaríkjunum ef Englendingurinn vill fá hann.

Lið Beckham, Inter Miami C,F fékk nafn sitt í vikunni og mun spila í MLS deildinni í Bandaríkjunum árið 2020.

Griezmann, sem varð heimsmeistari með Frökkum í sumar, hefur áður sagt að hann vilji enda feril sinn í Bandaríkjunum eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu og heimsmeistaratitil.

Hann er kominn með heimsmeistaratitilinn en á enn eftir að vinna Meistaradeildina.

„Ef hann vill fá mig til liðsins þá mun ég fara. Ég vil klára ferilinn í MLS,“ sagði Griezmann við L'Equipe.

„Það mun koma í ljós hvort ég enda í Los Angeles eða Miami. Þetta eru tvær skemmtilegar borgir.“

„Hugarfarið og sýningarmenningin í Bandaríkjunum heillar mig.“

Griezmann er samningsbundinn Atletico Madrid til 2023 eftir að hafa skrifað undir framlengingu við félagið í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.