Fótbolti

Sane yfirgaf landsliðshópinn vegna fæðingu dóttur hans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leroy Sane.
Leroy Sane. Vísir/Getty

Leroy Sane yfirgaf þýska landsliðshópinn til þess að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Hann greindi frá þessu í gær.

Fréttir bárust af því á föstudag að Sane hafi yfirgefið landsliðshóp Þjóðverja af persónulegum ástæðum eftir að hafa rætt við Joachim Löw landsliðsþjálfara.

Sane greindi svo frá því í gær að honum hefði fæðst dóttir aðfaranótt laugardags og þakkaði þýska sambandinu fyrir að hafa leyft honum að vera viðstaddur fæðinguna.

Sane kom inn á sem varamaður í jafntefli Þýskalands og Frakklands í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn og verður ekki í leikmannahópnum í vináttulandsleik gegn Perú í dag.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.