Fótbolti

Sif lék allan leikinn í sigri Kristianstad

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Sif í baráttunni með landsliðinu
Sif í baráttunni með landsliðinu Vísir/Getty

Kristianstad vann mikilvægan sigur á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sif Atladóttir lék allan leikinn hjá Kristianstad en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfara liðið.

Kristianstad heimsótti Vittsjö í dag og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í við toppliðin í deildinni.

Sif Atladóttir var í byrjunarliðinu að venju.

Kristianstad leiddi 2-0 í hálfleik en Vittsjö náði að klóra í bakkann í seinni hálfleik. Íslendingaliðið hélt hins vegar út og sótti stigin þrjú.

Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Gautaborgar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.