Vilja að ríkið taki þátt í að bæta tjón af völdum skýstrókanna í Álftaveri Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2018 16:58 Tjónið af völdum strókanna einskorðaðist við bæinn Norðurhjáleigu. Sæunn Káradóttir Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk. Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk.
Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36