Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2018 17:00 Þrír skýstrókar fóru yfir við bæinn Norðurhjáleigu á föstudag. Brak fauk fleiri hundruð metra. Sæunn Káradóttir Öflugasti skýstrókurinn sem myndaðist við Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu í síðustu viku feykti braki allt að kílómetra leið. Hópur frá Veðurstofu Íslands fór í vettvangsferð á staðinn í dag til þess að taka út aðstæður og afla gagna um strókana sem voru óvenjukraftmiklir á íslenskan mælikvarða. Skýstrókarnir feyktu þökum af húsum á bænum Norðurhjáleigu og stórum jeppa með kerru út í skurð þegar þeir fóru yfir Álftaver við Kúðafljót á föstudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir við Vísi að tjónið af völdum strókanna sé alfarið bundið við Norðurhjáleigu. Hún fór ásamt félögum sínum þangað í dag, kannaði merki um skýstrókana og ræddi við fólk sem varð vitni að þeim. „Það er alveg augljóst að þetta var mjög kraftmikið veður og líklega þrír strókar sem gengu yfir í röð eiginlega. Einn þeirra, miðjustrókurinn, hefur líklega verið sá allra öflugasti. Hann bar brak fimm hundruð og jafnvel þúsund metra frá bænum,“ segir Elín Björk.Hefðu ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókumVeðurfyrirbrigði af þessu tagi eru sjaldgæf á Íslandi. Skýstrókar myndast þegar loft verður afar óstöðugt. Þá þarf loft að verða mjög hlýtt við yfirborð en kalt í háloftunum auk þess sem sérstakt vindafar þarf til. Hafgola getur einnig komið í veg fyrir að strókar myndist og þroskist. Elín Björk segir að hagstæðar aðstæður fyrir stróka skapist sjaldan hér á landi þó að þekkt sé að litlir hvirflar myndist. Markmið vettvangsferðarinnar í dag var bæði að safna heimildum um skýstrókana en einnig gögnum fyrir rannsókn sem beinist meðal annars að því að spá fyrir um aðstæður fyrir skýstróka. Elín Björk segir að nú taki við greining og samanburður á gögnum. Hún telur líklegt að Veðurstofan muni leita ráða hjá erlendum sérfræðingum sem þekki betur til skýstróka.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Skýstrókar eru til dæmis nokkuð algengir á sléttum Bandaríkjanna. Elín Björk segir að þar sé yfirleitt ekki varað við einstökum strókum nema með um tíu til fimmtán mínútna fyrirvara. Hins vegar geti veðurfræðingar varað við því að líkur séu á að þeir geti myndast á stærra svæði. Ekki er þó líklegt að Íslendingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af hættu af öflugum skýstrókum. Elín Björk telur að það hafi verið sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem leiddu til þess að þeir gátu myndast nú. „Ef við hefðum varað við einhverju þá hefðum við líklega frekar varað við þrumuveðri og hagléli. Ég held að við hefðum ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókum,“ segir hún. Veður Tengdar fréttir Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Öflugasti skýstrókurinn sem myndaðist við Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu í síðustu viku feykti braki allt að kílómetra leið. Hópur frá Veðurstofu Íslands fór í vettvangsferð á staðinn í dag til þess að taka út aðstæður og afla gagna um strókana sem voru óvenjukraftmiklir á íslenskan mælikvarða. Skýstrókarnir feyktu þökum af húsum á bænum Norðurhjáleigu og stórum jeppa með kerru út í skurð þegar þeir fóru yfir Álftaver við Kúðafljót á föstudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir við Vísi að tjónið af völdum strókanna sé alfarið bundið við Norðurhjáleigu. Hún fór ásamt félögum sínum þangað í dag, kannaði merki um skýstrókana og ræddi við fólk sem varð vitni að þeim. „Það er alveg augljóst að þetta var mjög kraftmikið veður og líklega þrír strókar sem gengu yfir í röð eiginlega. Einn þeirra, miðjustrókurinn, hefur líklega verið sá allra öflugasti. Hann bar brak fimm hundruð og jafnvel þúsund metra frá bænum,“ segir Elín Björk.Hefðu ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókumVeðurfyrirbrigði af þessu tagi eru sjaldgæf á Íslandi. Skýstrókar myndast þegar loft verður afar óstöðugt. Þá þarf loft að verða mjög hlýtt við yfirborð en kalt í háloftunum auk þess sem sérstakt vindafar þarf til. Hafgola getur einnig komið í veg fyrir að strókar myndist og þroskist. Elín Björk segir að hagstæðar aðstæður fyrir stróka skapist sjaldan hér á landi þó að þekkt sé að litlir hvirflar myndist. Markmið vettvangsferðarinnar í dag var bæði að safna heimildum um skýstrókana en einnig gögnum fyrir rannsókn sem beinist meðal annars að því að spá fyrir um aðstæður fyrir skýstróka. Elín Björk segir að nú taki við greining og samanburður á gögnum. Hún telur líklegt að Veðurstofan muni leita ráða hjá erlendum sérfræðingum sem þekki betur til skýstróka.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Skýstrókar eru til dæmis nokkuð algengir á sléttum Bandaríkjanna. Elín Björk segir að þar sé yfirleitt ekki varað við einstökum strókum nema með um tíu til fimmtán mínútna fyrirvara. Hins vegar geti veðurfræðingar varað við því að líkur séu á að þeir geti myndast á stærra svæði. Ekki er þó líklegt að Íslendingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af hættu af öflugum skýstrókum. Elín Björk telur að það hafi verið sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem leiddu til þess að þeir gátu myndast nú. „Ef við hefðum varað við einhverju þá hefðum við líklega frekar varað við þrumuveðri og hagléli. Ég held að við hefðum ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókum,“ segir hún.
Veður Tengdar fréttir Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36