Íslenski boltinn

Leiknir og Fram með sigurmörk í uppbótartíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pedro stýrir Fram-skútunni.
Pedro stýrir Fram-skútunni. vísir/ernir
Leiknir Reykjavík og Fram skoruðu bæði mikilvæg sigurmörk í uppbótartíma í nítjándu umferðar Inkasso-deildar karla.

Fram er endanlega sloppið við fall eftir 3-2 sigur á ÍR í Breiðholtinu en góð endurkoma ÍR dugði ekki til.

Frederico Saivara kom Fram í 1-0 en Jón Gísli Ström jafnaði úr vítaspyrnu. Á milli markanna, nánar tiltekið á 25. mínútu, fékk Ágúst Freyr Hallsson beint rautt í liði ÍR.

Már Ægisson kom Fram yfir í upphafi síðari hálfleiks en Andri Jónasson jafnaði metin á 72. mínútu. Það var svo í uppbótartíma er Jökull Stein Ólafsson tryggði Fram sigur.

Fram er því í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig en ÍR er í tíunda sætinu með 17 stig, tveimur stigum meira en Selfoss sem er í fallsæti.

Leiknir vann afar mikilvægan sigur á Selfoss í botnslag. Sigurmarkið skoraði Sólon Breki Leifsson í uppbótartíma eftir að Ólafur Hrannar Kristjánsson hafði komið Leikni yfir en Hrvoje Tokic jafnað.

Leiknir er því komið í sjöunda sætið með 21 stig og fjarlægist falldrauginn verulega. Selfyssingar eru áfram í bullandi vandræðum, með fimmtán stig í fallsæti.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×