Íslenski boltinn

Leiknir og Fram með sigurmörk í uppbótartíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pedro stýrir Fram-skútunni.
Pedro stýrir Fram-skútunni. vísir/ernir

Leiknir Reykjavík og Fram skoruðu bæði mikilvæg sigurmörk í uppbótartíma í nítjándu umferðar Inkasso-deildar karla.

Fram er endanlega sloppið við fall eftir 3-2 sigur á ÍR í Breiðholtinu en góð endurkoma ÍR dugði ekki til.

Frederico Saivara kom Fram í 1-0 en Jón Gísli Ström jafnaði úr vítaspyrnu. Á milli markanna, nánar tiltekið á 25. mínútu, fékk Ágúst Freyr Hallsson beint rautt í liði ÍR.

Már Ægisson kom Fram yfir í upphafi síðari hálfleiks en Andri Jónasson jafnaði metin á 72. mínútu. Það var svo í uppbótartíma er Jökull Stein Ólafsson tryggði Fram sigur.

Fram er því í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig en ÍR er í tíunda sætinu með 17 stig, tveimur stigum meira en Selfoss sem er í fallsæti.

Leiknir vann afar mikilvægan sigur á Selfoss í botnslag. Sigurmarkið skoraði Sólon Breki Leifsson í uppbótartíma eftir að Ólafur Hrannar Kristjánsson hafði komið Leikni yfir en Hrvoje Tokic jafnað.

Leiknir er því komið í sjöunda sætið með 21 stig og fjarlægist falldrauginn verulega. Selfyssingar eru áfram í bullandi vandræðum, með fimmtán stig í fallsæti.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.