Innlent

Björn formaður EES-starfshóps

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Björn Bjarnason hefur fylgst náið með vestrænni samvinnu um áratugaskeið.
Björn Bjarnason hefur fylgst náið með vestrænni samvinnu um áratugaskeið. Vísir/GVA

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að vinna skýrslu um aðild Íslands að EES-samningnum. Segir í tilkynningu að tímabært sé að gera ítarlega úttekt á þessu.

Liðin séu 25 ár frá gildistöku EES-samningsins og fram undan séu þáttaskil í Evrópusamrunanum vegna Brexit.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, verður formaður starfshópsins. Auk hans sitja í hópnum Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og Bergþóra Heimisdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.

Með skýrslunni á að koma til móts við samþykkt á Alþingi fyrr á árinu um að kostir og gallar aðildar Íslands að EES-samningnum yrðu skoðaðir. Starfshópurinn fær tólf mánuði til verksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.