Tvö mörk, vítaklúður og rautt spjald er United komst aftur á sigurbraut

skrifar
Vísir/Getty

Romelu Lukaku skoraði bæði mörk Manchester United er liðið vann 2-0 sigur á Burnley á Turf Moor. Sigurinn var mikilvægur fyrir United eftir erfiða byrjun.

Það var enginn Jóhann Berg Guðmundsson í leikmannahópi Burnley en hann er að glíma við meiðsli og verður ekki með Íslandi í Þjóðadeildinni í næstu viku.

United komst yfir á 27. mínútu en eftir frábæra fyrirgjöf Alexis Sanchez skallaði Lukaku boltann í netið framhjá varnarlausum Joe Hart.

Skömmu síðar var Lukaku aftur á ferðinni en hann kom þá United í 2-0. Boltinn barst til hans eftir darraðadans í teig Burnley og hann kláraði færið vel. 2-0 í hálfleik.

United fékk vítaspyrnu eftir um sjötíu mínútur en Paul Pogba lét Joe Hart verja frá sér.

Á 71. mínútu dró svo til tíðinda. Marcus Rashford hafði einungis verið inn á vellinum í tíu mínútur er hann fékk rautt spjald eftir átök við Phil Bardsley.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-0 sigur United sem er því komið með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina. Burnley er einungis með eitt stig eftir fjóra leiki.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.