Sigurganga Watford heldur áfram er liðið hafði betur gegn Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Watford fagnar marki í dag.
Watford fagnar marki í dag. Vísir/Getty
Watford er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Tottenham á Vicarage Road í dag.

Tottenham komst yfir með marki er Abdoulaye Doucore skoraði í eigið net en markið kom á 53. mínútu.

Leikmenn Watford gáfust þó ekki upp. Troy Deeney jafnaði metin á 69. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Craig Cathcart sigurmarkið.

Lokatölur 2-1 sigur Watford og ótrúleg byrjun þeirra í úrvalsdeildinni þetta árið; fjórir sigrar í fjórum leikjum. Liðið á toppnum ásamt Chelsea og Liverpool.

Þetta var fyrsta tap Tottenham í fyrstu fjórum leikjunum en þeir eru með níu stig í fimmta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira