Metfjöldi greinst með mislinga í Evrópu það sem af er ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Fréttablaðið/Stefán Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira