Íslenski boltinn

Grótta og Afturelding á toppnum eftir dramatíska sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gróttu-menn fagna marki í síðasta leik.
Gróttu-menn fagna marki í síðasta leik. mynd/fésbókarsíða Gróttu

Afturelding er á toppi 2. deildar karla eftir dramatískan 3-2 sigur á Kári í toppslag á Akranesi í kvöld. Grótta vann einnig sigur á Vestra á sama tíma.

Grótta vann 3-2 sigur á Vestra á heimavelli en sigurmarkið kom einni mínútu fyrir leikslok. Pétur Theódór Árnason skoraði þá annað mark sitt og þriðja mark Gróttu í 3-2 sigri.

Afturelding vann einnig dramatískan sigur er liðið mætti Kára á Akranesi. Kári komst í 2-0 en Afturelding kom til baka og Jose Gonzales skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

Völsungur rúllaði yfir Leikni Fáskrúðsfjörð, 4-1, en leikið var á Húsavík. Guðmundur Óli Steingrímsson skoraði tvö mörk Húsvíkinga úr vítaspyrnu.

Afturelding er á toppi deildarinnar er fjórir leikir eru eftir. Liðið er með 33 stig eins og Grótta en betri markatölu. Vestri, Völsungur og Kári eru svo í þriðja, fjórða og fimmta sætinu, öll með 31 stig.

Fimm leikir eru eftir af deildinni en það er ljóst að það verður rosaleg spenna um hvaða tvö lið fara upp í Inkasso-deildina.

Spennan er líka mikil á botninum. Tindastóll vann 1-0 sigur á Hetti með marki í uppbótartíma. Bæði Höttur og Tindastóll eru nú með fjórtán stig og Leiknir er í níunda sætinu með sextán stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir af úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.