Innlent

Leituðu að manneskju eftir að hópur ferðamanna heyrði óp

Birgir Olgeirsson skrifar
Óp heyrðist í grennd við hóp ferðamanna.
Óp heyrðist í grennd við hóp ferðamanna. Vísir/Vilhelm
Nítján björgunarsveitarmenn voru við leit við Hvalnes í morgun að manneskju sem talin var í sjálfheldu. Útkall barst til björgunarsveitar á ellefta tímanum í morgun en tilkynningin var á þá leið að hópur ferðamanna hefði heyrt óp í manneskju. 

Í fyrstu var talið að tvær manneskjur væru í sjálfheldu en síðar var talið að aðeins væri um eina manneskju að ræða. 

Samkvæmt upplýsingum frá Björgunarfélagi Hornafjarðar var leitað á þeim stað á Hvalnesi, austan við Hornafjörð, en ekkert fannst. Var rætt við hópinn sem heyrði ópið og ferðamennirnir beðnir um að gefa nánari lýsingu á því hvað þeir sáu og heyrðu. Er staðurinn ekki talinn líklegur til að valda því að manneskja lendi í sjálfheldu. 

Björgunarsveitarmennirnir sem tóku þátt í þessari aðgerð eru frá Hornafirði og Djúpavogi og munu þeir leita af sér allan grun áður en aðgerðum verður hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×