Fótbolti

Real Madrid gæti fengið 24 tíma glugga til að kaupa Mbappé

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimsmeistarinn gæti þurft að fara frá PSG.
Heimsmeistarinn gæti þurft að fara frá PSG. vísir/getty
Real Madrid er ekki búið að gefast upp á því að kaupa Kylian Mbappé frá Paris Saint-Germain til að fylla í ofurstjörnuskarðið sem Cristiano Ronaldo skildi eftir sig.

Spænski risinn tók óvænt 88 milljóna punda tilboði Juventus í Cristiano Ronaldo en er ekki búið að finna aðra stjörnu til að fylla í skarðið. Gareth Bale hefur gert sitt besta í byrjun tímabils.

Maðurinn sem að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, vill fá er franska ungstirnið Kylian Mbappé sem hefur slegið í gegn undanfarin misseri og var útnefndur besti ungi leikmaður HM í sumar er hann fagnaði heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu.

Paris Saint-German hefur engan áhuga á að selja Mbappé en gæti neyðst til að gera það ef það finnst sekt um að brjóta fjármálareglur FIFA. Sé það raunin fær Real Madrid 24 klukkustunda glugga á lokadegi félagaskipta til að kaupa Frakkann en AS greinir frá.

PSG fór framhjá Financial Play-lögunum með því að fá Mbappé á tveggja ára láni frá Monaco en það þarf nú að reiða fram 160 milljónir punda til að ganga frá kaupum á leikmanninum. Það þarf félagið að gera fyrir mánudaginn í næstu viku.

Ef PSG ákveður að láta reyna á þetta mun UEFA hafa þrjá daga til að fara yfir pappírana. Ef svo fer að PSG megi ekki kaupa Frakkann unga verður það að losa hann á lokadegi félagaskipta og þá ætlar Real Madrid að mæta af fullum krafti, að því fram kemur í fréttaskýringu AS um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×