Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 18:30 Birni Leví finnst laun þingmanna of há. Fréttablaðið/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust. Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira