Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 18:30 Birni Leví finnst laun þingmanna of há. Fréttablaðið/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust. Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að almenningur komi í auknum mæli að því að ákveða launakjör þingmanna. Hann hyggst nota nýja könnun á Facebook síðu sinni til viðmiðunar og setja málið svo í formlegri farveg. Sjálfur telur hann launin of há.Í könnuninni spyr Björn Leví fimm krossaspurninga um skoðun svarenda á launum þingmanna. Þar er m.a. spurt hvort launin ættu að vera hærri eða lægri og hvort þau ættu að miðast við miðgildi eða meðaltal launa á Íslandi, svo dæmi séu nefnd. „Ég hef aldrei orðið var við það að það hafi verið almenn umræða um hver væru svona rétt laun kjörinna fulltrúa. Það hefur alltaf verið ákveðið af kjararáði, dómi eða jafnvel þingmönnum sjálfum,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu.Upphafspunkturinn ekki réttur Hann bendir á að almenningur sé vinnuveitandi þingmanna og því eðlilegt að ákvörðunarvaldið liggi í meira mæli þar. „Og í framhaldinu af því getum við kannski laun kjörinna fulltrúa launaþróun eða eitthvað svoleiðis en ef upphafspunkturinn er ekki réttur er rosalega rangt að vera að rífast um hvort við séum að fylgja launaþróun eða ekki.“ Björn Leví segir könnunina aðeins til viðmiðunar og viðurkennir að hún sé langt í frá fullkomin. Í framhaldinu vill hann hins vegar að gerðar verði formlegri skoðanakannanir sem líta mætti til við framtíðarskipan launanna.Heldurðu að kollegar þínir á þingi séu upp til hópa sammála þér um að fólk eigi að hafa meira um þetta að segja? Jú ég held að enginn geti verið á móti því þegar þannig er spurt, að þá geti enginn verið á móti því. En kannski vona ýmsir að það þurfi ekki að spyrja svoleiðis. Þingfararkaup hækkaði um 45 prósent með ákvörðun kjararáðs 2016, úr um 763 þúsund krónum í ríflega 1,1 milljón á mánuði. Við þetta bætast svo aukagreiðslur fyrir formennsku í nefndum og önnur störf, en laun forseta Alþingis og ráðherra eru langtum hærri. Björn Leví segir þessar hækkanir lykilorsök í því að harðar kjaraviðræður séu framundan í haust.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira