Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - lokadagur: Orkulaus og búinn að léttast Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 11:56 Ævintýrinu er nú formlega lokið og Heiðar Logi kominn aftur til höfuðborgarinnar. Hann deilir með lesendum Vísis hvað hann lærði af fjögurra daga dvöl, einn með sjálfum sér, í Málmey. Vísir Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson dvaldi í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Nú er aftur á móti komið að lokum ævintýrisins og er Heiðar Logi kominn aftur í höfuðborgina. Lesendur Vísis geta horft á síðasta dag Heiðars á eyjunni í spilaranum hér að neðan og séð hvernig honum gekk. Heiðar Logi segir í samtali við Vísi að helsti lærdómurinn sem hann hafi dregið af dvöl sinni í Málmey einn með sjálfum sér sé mikilvægi viljastyrksins. Hugurinn taki mann nefnilega ansi langt. „Ef þetta hefði verið í bænum og ég hefði borðað svona lítið þá hefði ég verið að tjúllast. Ég vissi að ég væri ekkert að fara að borða mikið nema að ég myndi veiða mikið. Ég myndi bara borða það sem ég myndi veiða og hugarfarið var bara þannig og þá varð líkaminn líka þannig.“Orkulaus og búinn að léttast Þá segir Heiðar að jákvætt viðmót til lífsins vera lykilatriði í aðstæðum sem þessu. Jákvætt viðmót hafi alltaf fylgt honum.En var þetta ekkert erfitt? Hvernig líður þér?„Mér líður mjög vel en þetta var náttúrulega erfitt. Ég var orðin mjög orkulaus þarna í lokin og búinn að léttast“. Selirnir átu frá honum fiskinn Þegar Heiðar komst loks til höfuðborgarinnar fór hann rakleiðis á veitingastaðinn Gló enda virkilega svangur eftir allt erfiðið. Heiðar Logi reyndi að nýta allt sem hann fann í náttúrunni en það var þó ekki ýkja mikið. Hvar var allur fiskurinn?„Það var svo mikið af selum þarna og alltaf þegar ég fór út í sjó og kafaði eftir fisk og kom upp úr sjónum og kíkti þá var alltaf einhver selur að fylgjast með. Þetta er svona selasvæði. Dagana sem ég var þarna var ég að fylgjast með sjónum og þeir fara alltaf sama hringinn á korters fresti, eða á tuttugu mínútna fresti. Þá sér maður svona hóp af selum koma fram hjá. Ég tók líka eftir því að það er hellingur í náttúrunni sem maður getur nýtt sér sem maður hefur ekki verið að nýta sér og það er jafnvel skemmtilegt að staldra aðeins við og tína bláskel eða söl eða hvað sem er og matreiða.“ Kom á þyrlu en fór með bát Á fjórða degi Heiðars Loga í Málmey var hann búinn að læra betur inn á eyjuna og byrjaði daginn á að sjóða sér rabarbaragraut sem hann segir að hafi verið hinn ljúffengasti. Þá fékk hann sér þurrkaðan beltisþara í eftirrétt. Heiðar tók sér góðan tíma í að pakka niður öllu dótinu sínu og kom sér fljótlega niður að sjó þar sem hann sá glitta í lítinn bát. „Jéss! Þarna koma þeir að sækja mig,“ hrópaði Heiðar upp yfir sig og flýtti sér til þeirra. Feðgar sem reka Drangeyjarferjuna sóttu hann í Málmey og skein þakklætið úr augum Heiðars þegar hann kvaddi þá að lokinni bátsferð. Aðspurður hvað taki nú við svarar Heiðar Logi að hann vilji næst fara á bílnum sínum í kringum landið. Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson dvaldi í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Nú er aftur á móti komið að lokum ævintýrisins og er Heiðar Logi kominn aftur í höfuðborgina. Lesendur Vísis geta horft á síðasta dag Heiðars á eyjunni í spilaranum hér að neðan og séð hvernig honum gekk. Heiðar Logi segir í samtali við Vísi að helsti lærdómurinn sem hann hafi dregið af dvöl sinni í Málmey einn með sjálfum sér sé mikilvægi viljastyrksins. Hugurinn taki mann nefnilega ansi langt. „Ef þetta hefði verið í bænum og ég hefði borðað svona lítið þá hefði ég verið að tjúllast. Ég vissi að ég væri ekkert að fara að borða mikið nema að ég myndi veiða mikið. Ég myndi bara borða það sem ég myndi veiða og hugarfarið var bara þannig og þá varð líkaminn líka þannig.“Orkulaus og búinn að léttast Þá segir Heiðar að jákvætt viðmót til lífsins vera lykilatriði í aðstæðum sem þessu. Jákvætt viðmót hafi alltaf fylgt honum.En var þetta ekkert erfitt? Hvernig líður þér?„Mér líður mjög vel en þetta var náttúrulega erfitt. Ég var orðin mjög orkulaus þarna í lokin og búinn að léttast“. Selirnir átu frá honum fiskinn Þegar Heiðar komst loks til höfuðborgarinnar fór hann rakleiðis á veitingastaðinn Gló enda virkilega svangur eftir allt erfiðið. Heiðar Logi reyndi að nýta allt sem hann fann í náttúrunni en það var þó ekki ýkja mikið. Hvar var allur fiskurinn?„Það var svo mikið af selum þarna og alltaf þegar ég fór út í sjó og kafaði eftir fisk og kom upp úr sjónum og kíkti þá var alltaf einhver selur að fylgjast með. Þetta er svona selasvæði. Dagana sem ég var þarna var ég að fylgjast með sjónum og þeir fara alltaf sama hringinn á korters fresti, eða á tuttugu mínútna fresti. Þá sér maður svona hóp af selum koma fram hjá. Ég tók líka eftir því að það er hellingur í náttúrunni sem maður getur nýtt sér sem maður hefur ekki verið að nýta sér og það er jafnvel skemmtilegt að staldra aðeins við og tína bláskel eða söl eða hvað sem er og matreiða.“ Kom á þyrlu en fór með bát Á fjórða degi Heiðars Loga í Málmey var hann búinn að læra betur inn á eyjuna og byrjaði daginn á að sjóða sér rabarbaragraut sem hann segir að hafi verið hinn ljúffengasti. Þá fékk hann sér þurrkaðan beltisþara í eftirrétt. Heiðar tók sér góðan tíma í að pakka niður öllu dótinu sínu og kom sér fljótlega niður að sjó þar sem hann sá glitta í lítinn bát. „Jéss! Þarna koma þeir að sækja mig,“ hrópaði Heiðar upp yfir sig og flýtti sér til þeirra. Feðgar sem reka Drangeyjarferjuna sóttu hann í Málmey og skein þakklætið úr augum Heiðars þegar hann kvaddi þá að lokinni bátsferð. Aðspurður hvað taki nú við svarar Heiðar Logi að hann vilji næst fara á bílnum sínum í kringum landið.
Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30
Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50