Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - lokadagur: Orkulaus og búinn að léttast Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 11:56 Ævintýrinu er nú formlega lokið og Heiðar Logi kominn aftur til höfuðborgarinnar. Hann deilir með lesendum Vísis hvað hann lærði af fjögurra daga dvöl, einn með sjálfum sér, í Málmey. Vísir Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson dvaldi í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Nú er aftur á móti komið að lokum ævintýrisins og er Heiðar Logi kominn aftur í höfuðborgina. Lesendur Vísis geta horft á síðasta dag Heiðars á eyjunni í spilaranum hér að neðan og séð hvernig honum gekk. Heiðar Logi segir í samtali við Vísi að helsti lærdómurinn sem hann hafi dregið af dvöl sinni í Málmey einn með sjálfum sér sé mikilvægi viljastyrksins. Hugurinn taki mann nefnilega ansi langt. „Ef þetta hefði verið í bænum og ég hefði borðað svona lítið þá hefði ég verið að tjúllast. Ég vissi að ég væri ekkert að fara að borða mikið nema að ég myndi veiða mikið. Ég myndi bara borða það sem ég myndi veiða og hugarfarið var bara þannig og þá varð líkaminn líka þannig.“Orkulaus og búinn að léttast Þá segir Heiðar að jákvætt viðmót til lífsins vera lykilatriði í aðstæðum sem þessu. Jákvætt viðmót hafi alltaf fylgt honum.En var þetta ekkert erfitt? Hvernig líður þér?„Mér líður mjög vel en þetta var náttúrulega erfitt. Ég var orðin mjög orkulaus þarna í lokin og búinn að léttast“. Selirnir átu frá honum fiskinn Þegar Heiðar komst loks til höfuðborgarinnar fór hann rakleiðis á veitingastaðinn Gló enda virkilega svangur eftir allt erfiðið. Heiðar Logi reyndi að nýta allt sem hann fann í náttúrunni en það var þó ekki ýkja mikið. Hvar var allur fiskurinn?„Það var svo mikið af selum þarna og alltaf þegar ég fór út í sjó og kafaði eftir fisk og kom upp úr sjónum og kíkti þá var alltaf einhver selur að fylgjast með. Þetta er svona selasvæði. Dagana sem ég var þarna var ég að fylgjast með sjónum og þeir fara alltaf sama hringinn á korters fresti, eða á tuttugu mínútna fresti. Þá sér maður svona hóp af selum koma fram hjá. Ég tók líka eftir því að það er hellingur í náttúrunni sem maður getur nýtt sér sem maður hefur ekki verið að nýta sér og það er jafnvel skemmtilegt að staldra aðeins við og tína bláskel eða söl eða hvað sem er og matreiða.“ Kom á þyrlu en fór með bát Á fjórða degi Heiðars Loga í Málmey var hann búinn að læra betur inn á eyjuna og byrjaði daginn á að sjóða sér rabarbaragraut sem hann segir að hafi verið hinn ljúffengasti. Þá fékk hann sér þurrkaðan beltisþara í eftirrétt. Heiðar tók sér góðan tíma í að pakka niður öllu dótinu sínu og kom sér fljótlega niður að sjó þar sem hann sá glitta í lítinn bát. „Jéss! Þarna koma þeir að sækja mig,“ hrópaði Heiðar upp yfir sig og flýtti sér til þeirra. Feðgar sem reka Drangeyjarferjuna sóttu hann í Málmey og skein þakklætið úr augum Heiðars þegar hann kvaddi þá að lokinni bátsferð. Aðspurður hvað taki nú við svarar Heiðar Logi að hann vilji næst fara á bílnum sínum í kringum landið. Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson dvaldi í fjóra daga í Málmey í Skagafirði án vatns og matar. Hann fór af stað á miðvikudagsmorgun og var seinna um daginn skutlað yfir í Málmey á þyrlu. Nú er aftur á móti komið að lokum ævintýrisins og er Heiðar Logi kominn aftur í höfuðborgina. Lesendur Vísis geta horft á síðasta dag Heiðars á eyjunni í spilaranum hér að neðan og séð hvernig honum gekk. Heiðar Logi segir í samtali við Vísi að helsti lærdómurinn sem hann hafi dregið af dvöl sinni í Málmey einn með sjálfum sér sé mikilvægi viljastyrksins. Hugurinn taki mann nefnilega ansi langt. „Ef þetta hefði verið í bænum og ég hefði borðað svona lítið þá hefði ég verið að tjúllast. Ég vissi að ég væri ekkert að fara að borða mikið nema að ég myndi veiða mikið. Ég myndi bara borða það sem ég myndi veiða og hugarfarið var bara þannig og þá varð líkaminn líka þannig.“Orkulaus og búinn að léttast Þá segir Heiðar að jákvætt viðmót til lífsins vera lykilatriði í aðstæðum sem þessu. Jákvætt viðmót hafi alltaf fylgt honum.En var þetta ekkert erfitt? Hvernig líður þér?„Mér líður mjög vel en þetta var náttúrulega erfitt. Ég var orðin mjög orkulaus þarna í lokin og búinn að léttast“. Selirnir átu frá honum fiskinn Þegar Heiðar komst loks til höfuðborgarinnar fór hann rakleiðis á veitingastaðinn Gló enda virkilega svangur eftir allt erfiðið. Heiðar Logi reyndi að nýta allt sem hann fann í náttúrunni en það var þó ekki ýkja mikið. Hvar var allur fiskurinn?„Það var svo mikið af selum þarna og alltaf þegar ég fór út í sjó og kafaði eftir fisk og kom upp úr sjónum og kíkti þá var alltaf einhver selur að fylgjast með. Þetta er svona selasvæði. Dagana sem ég var þarna var ég að fylgjast með sjónum og þeir fara alltaf sama hringinn á korters fresti, eða á tuttugu mínútna fresti. Þá sér maður svona hóp af selum koma fram hjá. Ég tók líka eftir því að það er hellingur í náttúrunni sem maður getur nýtt sér sem maður hefur ekki verið að nýta sér og það er jafnvel skemmtilegt að staldra aðeins við og tína bláskel eða söl eða hvað sem er og matreiða.“ Kom á þyrlu en fór með bát Á fjórða degi Heiðars Loga í Málmey var hann búinn að læra betur inn á eyjuna og byrjaði daginn á að sjóða sér rabarbaragraut sem hann segir að hafi verið hinn ljúffengasti. Þá fékk hann sér þurrkaðan beltisþara í eftirrétt. Heiðar tók sér góðan tíma í að pakka niður öllu dótinu sínu og kom sér fljótlega niður að sjó þar sem hann sá glitta í lítinn bát. „Jéss! Þarna koma þeir að sækja mig,“ hrópaði Heiðar upp yfir sig og flýtti sér til þeirra. Feðgar sem reka Drangeyjarferjuna sóttu hann í Málmey og skein þakklætið úr augum Heiðars þegar hann kvaddi þá að lokinni bátsferð. Aðspurður hvað taki nú við svarar Heiðar Logi að hann vilji næst fara á bílnum sínum í kringum landið.
Tengdar fréttir Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30 Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 2: Gat ekkert veitt en datt svo í lukkupottinn Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn í fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 24. ágúst 2018 11:30
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“ Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 23. ágúst 2018 10:30
Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. 22. ágúst 2018 19:45
Heiðar Logi bjargar sér í Málmey – Dagur 3: „Ég held jafnvel að ég sé korter frá því að skíra bolta Wilson“ Heiðar hélt þá út á sjó í leit að æti. Hann hafði vonast til þess að finna fisk en ekkert veiddist þrátt fyrir að hafa verið í sjónum í rúmar tvær klukkustundir. 25. ágúst 2018 10:50