Lífið

Heiðar Logi bjargar sér í Málmey - Dagur 1: „Held ég borði ekkert meira í dag“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðar Logi verður næstu 3 daga í Málmey.
Heiðar Logi verður næstu 3 daga í Málmey.
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar.

Fréttastofa Stöðvar 2 hitti  Heiðar Loga á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun, rétt áður en hann steig upp í vél.

Seinna um daginn steig hann upp í þyrlu og var skutlað yfir í Málmey. Vísir mun sýna samantekt af Snapchat-reikningi Heiðars (heidarlogi) dagalega á meðan hann dvelur í Málmey og gekk fyrsti dagurinn nokkuð vel.

„Fyrsta sem ég ætla gera að finna eitthvað svo að ég geti búið til bál, svo ég geti hitað mér upp vatn á morgun og jafnvel eldað mér smá fisk. Ég held ég borði ekkert meira í dag“ sagði Heiðar Logi um leið og hann lenti í eyjunni og gekk nokkuð vel að finna eldivið.

„Þetta er ógeðslega fallegur staður, mikið af klettum og það hlýtur að vera vatn rennandi ú einhverju bergi hérna,“ sagði Heiðar en töluvert margir mávar voru í Málmey þegar hann mætti.

Heiðar fann vatn, tjaldaði um kvöldið og var kominn upp í klukkan tíu í gærkvöldi.

Hér að neðan má sjá fyrsta dag Heiðars í Málmey.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.