Lífið

Elti Beyoncé og Jay-Z af sviðinu eftir tónleika

Sylvía Hall skrifar
Jay Z og Beyonce eru á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir.
Jay Z og Beyonce eru á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir. Vísir/Getty

Tónleikagestur stökk upp á svið og elti hjónin Beyoncé og Jay-Z þegar þau gengu af sviðinu eftir tónleika sína í Atlanta á laugardagskvöld. Tónleikaferðalag þeirra hjóna, On The Run II, fer fram í Norður-Ameríku um þessar mundir. 

Á myndböndum má sjá þegar tónleikagesturinn, ungur maður klæddum hvítum bol og stuttbuxum, stekkur upp á svið, gengur rösklega fram hjá dönsurum og á eftir hjónunum. Þegar dansararnir áttuðu sig á því að maðurinn væri óvelkominn á sviðinu gripu þeir til sinna ráða og eltu manninn. 


Margir tónleikagestir náðu atvikinu á myndband og deildu á samfélagsmiðlum, en hér má sjá þegar maðurinn stekkur upp úr áhorfendaskaranum.


 
A post shared by LBS (@lovebscott) on

Yvette Noel-Schure, kynningarfulltrúi hjónanna, sagði á Instagram að hjónin væru heil á húfi og þakkaði aðdáendum fyrir skilaboðin. Þá sagði hún að hjónin hlökkuðu til að spila aftur, en þau munu halda aðra tónleika í Atlanta í kvöld.

Kynningarfulltrúi hjónanna róaði áhyggjufulla aðdáendur. Skjáskot

Sjá frétt BuzzFeed News um málið


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.