Lífið

Beyoncé og Jay-Z sýndu úrslitaleik HM fyrir tónleika sína

Sylvía Hall skrifar
Hjónin eru á tónleikaferðalagi um Evrópu.
Hjónin eru á tónleikaferðalagi um Evrópu. Vísir/Getty

Beyoncé Knowles er á tónleikaferðalagi ásamt eiginmanni sínum, Jay-Z, og ferðast nú um Evrópu áður en förinni er heitið til Bandaríkjanna. Í gær fóru tónleikar hjónanna fram í París, en Frakkland lék til úrslita á heimsmeistaramótinu skömmu fyrir tónleikana. 

Beyoncé og Jay-Z ákváðu að gera gott úr málunum og sýndu leikinn á skjá í tónleikahöllinni fyrir tónleikana. Þúsundir gesta fylgdust með leiknum og fögnuðu vel og innilega þegar Frakkar sigruðu Króata 4-2. 
 


Söngkonan deildi myndbrotum frá tónleikunum á Instagram-síðu sinni og er greinilegt að stemningin hafi verið hreint út sagt mögnuð þegar Frakkland tryggði sér titilinn í annað sinn. 


 
A post shared by Beyoncé (@beyonce) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.